Vinnustofur

Vinnustofur

Vinnustofur, er kennsluaðferð sem við erum að þróa. Þetta er annar veturinn sem við vinnum í vinnustofum. Þar reynum við að koma til móts við áhugasvið nemenda í náttúrufræði, samfélagsfræði, landafræði, trúarbragðafræði og jarðfræði. Viðfangsefnin tengjast að auki gjarnan listgreinum og tölvu- og upplýsingatækni.

Námskráin er í raun samin af nemendum. Haustið 2012 tóku nemendur sig til og töldu fram allt sem þeir töldu sig þurfa að kunna til þess að vita eitthvað í samfélags og náttúrufræðigreinum.  Úr varð langur listi sem við flokkuðum svo í nokkra flokka.

Reglan er sú að kennarar stýra vinnustofum á oddatölum og nemendur á sléttum tölum.  Fyrsta vinnustofan bar heitið Eldgos og jarðskjálftar.  Nemendur velja samt sjálfir hvernig þeir nálgast viðfangsefnið.  Þeir mega vinna í hópum, einir eða tveir og tveir saman. Nemendur ráða alfarið hvernig þeir skila af sér verkefninu. Kennarar setja fram markmið og þurfa nemendur að gæta þess að verkefnið þeirra nái til markmiðanna. Í lok hvers verkefnis eru vinnustofuskil. Þá er foreldrum og fólkinu úr grenndarsamfélaginu boðið til sýningar. Kennarar meta verkefni nemenda en við höfum áhuga á að þeir taki einnig þátt í matinu.

Þegar komið er að verkefni á sléttri tölu ráða nemendur um hvað þeir fjalla. Verkefnið verður þó að vera á listanum sem þeir sömdu. Nemendur þurfa sjálfir að setja fram markmiðin fyrir þau verkefni sem þeir ákveða sjálfir.

Sálfræðingurinn Vygotsky lagði áherslu á að verkefni nemenda yrðu að vera hæfilega erfið. Einnig benti hann á að hvatning og stuðningur kennara væru mikilvægir þættir til að verkefni skiluðu árangri. Ef verkefni eru of einföld eða of þung fer ekkert nám fram.  Vygotsky lagði áherslu á að farinn væri millivegur sem kennarar þurfa að þekka og velja.  Þessi millivegur er ekki sá sami hjá jafnöldrum og þess vegna væri einstaklingsmiðun nauðsynleg.

Einnig vitum við að betri árangur næst ef byggt er á áhuga nemenda þegar verkefni eru valin eða þegar okkur tekst að vekja forvitni þeirra og áhuga. Nemendum er gefið frjálsræði sem eykur sköpunargáfu þeirra og gagnrýna hugsun.

(sbr. Tomlinson og Allan, 2000, bls. 18-21)

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>