Mötuneyti

Eat-Stop-Eat-healthy-eating

Nemendum leik- og grunnskólans á Bakkafirði stendur til boða að vera í mötuneytinu.  Í mötuneytinu er framreiddur morgunmatur, hádegismatur og nónhressing fyrir nemendur Leikskólans Krakkakots og hádegismatur fyrir fyrir nemendur skólans.

Í mötuneytinu starfar einn starfsmaður.  Starfsmaðurinn er að hluta til skólaliði. Kennarar og skólastjóri borða með nemendum í hádeginu.  Við viljum skapa notalegt og heimilislegt andrúmsloft í matartímanum.  Þetta er góður vettvangur til þess að spjalla við nemendur.

Starfsmaður mötuneytisins hefur að leiðarljósi ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um mataræði og fylgir leiðbeiningum í Handbók fyrir skólamötuneyti sem gefin er út af Lýðheilsustöð. Áhersla er lögð á að maturinn sé settur saman úr fyrsta flokks hráefni og reynt er að forðast að bjóða upp á mikið unninn mat. Lögð er áhersla á að matur sé ferskur og næringarríkur.

Nemendur eru hvattir til að smakka þann mat sem í boði er.  Við hendum ekki mat og þess vegna er sú regla hjá okkur að við klárum þann mat sem við setjum á diskinn.

Nemendur skola sjálfir af diskum sínum og setja í uppþvottavélina. Við leggjum áherslu á að þakka fyrir matinn.

Verð per máltíð er: 515 krónur.

 

Hér fyrir neðan er hægt að smella á linkinn til að sjá hvað verður í matinn hjá okkur í vetur.

Matseðill-ágúst-október

 

 

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>