Vinnustofur 4 – Haustið 2012

 

 

Þessar vinnustofur voru svolítið sérstakar. Nokkrir nemendur tóku sig saman og ákváðu að gera stuttmynd um forvarnir og fíkniefni.  Nemendur fengu lánað hús sem stóð tómt á þessum tíma, sömdu handrit að stuttmynd og fengu lánað allt sem til þurfti. Nemendur unnu mikið í þessu verkefni eftir skóla sem er vitaskuld mjög jákvætt.  Vel var staðið að þessu verkefni og mikil vinna á bakvið þetta. Nemendur gerðu allt sjálfir en þurftu reyndar smá aðstoð þegar kom að því að klippa myndina saman.  En upptökur, handrit, búningar og sviðsmynd var í höndum nemenda.

Nemendi í 10. bekk tók saman í hefti þær draugasögur sem þekktust í heimabyggð hans. Þegar gestir komu svo á kynninguna fengu þeir hefti með sögunum í.

Tveir nemendur annar í 10.bekk og hinn í 9. bekk unnu verkefni um skriðdreka, hönnun þeirra og notkun.  Þeir gerðu veggspjald og líkan úr pappa.

Einn nemandi í 9.bekk og annar í 8. bekk, gerðu slúðurblað í anda Séð og Heyrt. Slúðurblaðið fékk nafnið slúður.is. Eftir vinnu við að setja saman blað um frægt fólk og slúður, áttuðu nemendur sig á því að þetta tengdist nú ekki alveg náttúru- og samfélags greinum. Vildu líka meina það, að ef þeir myndu eingöngu gera svona verkefni þá myndu þeir nú ekki læra mikið.

[/fusion_text][/one_half]

 

Hér koma myndir af verkefnum nemenda

This slideshow requires JavaScript.

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>