Vinnustofur 2 – Haustið 2012

Þetta var fyrsta vinnustofan þar sem nemendur höfðu alveg frjálsar hendur með verkefni og skil. Nemendur byrjuðu á því að velja sér verkefni og settu svo niður þau markmið sem áttu við um verkefnið.  Mörg skemmtileg verkefni komu fram. Nemandi í 10. bekk fór á sjóinn og tók upp dag í lífi sjómannsins sem hann svo skilaði sem stuttmynd.   Annar nemandi í 10. bekk sem hafði mikinn áhuga á Manga teiknimyndum gerði veggspjald og myndasögu í anda Manga. Nemandi í 9. bekk sem hafði fengið saumavél í fermingargjöf hannaði og saumaði föt upp úr gömlum fötum og fékk svo samnemendur sína til þess að vera með tískusýningu.  Nemandi í 7. bekk gerði power point kynningu um steina og kom með allt steinasafnið sitt og slípunarvélar.  Nemandi í 7.bekk, sem er með sykursýki, hélt fyrirlestur um sykursýki  og kom hluti sem sykursjúkur einstaklingur þarf að hafa.  Nemandi í 6. bekk gerði veggspjald og powerpoint kynningu um ketti og kom með kisusafnið sitt. Annar nemandi í 6.bekk fjallaði um hæstu byggingar í heimi og bjó til nokkrar byggingar úr sykurmolum.  Það var gaman að sjá áhugann og alla fjölbreytnina sem var í þessu verkefni.

Yfirlit um hvaða leiðir nemendur völdu.

Arnmundur Sjómennska Stuttmynd
Patryk Teiknimyndir Veggspjald, myndasaga, kynning
Friðbjörg María Tíska og hönnun Tískusýning, fatahönnun
Piotrek Þróun tölvu Veggspjald, kynning
Guðrún Margrét Einhyrningar Veggspjald, kynning
Erna Ólöf Steinar Power point og sýning
Natalia Vampírur  Veggspjald
Stefanía Margrét Sykursýki Veggspjald, sýning, power point
Inga Lóa Kettir Veggspjald og power point
Njáll Hæstu byggingar í heimi Veggspjald og power point

 

 

Hér koma myndir af verkefnum nemenda.

This slideshow requires JavaScript.

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>