Markmið,stefna og hlutverk skólans

Markmið,stefna og hlutverk skólans

Í aðalnámskrá fyrir grunnskóla er í stórum dráttum mótuð sú stefna sem skólum er ætlað að fylgja. En þrátt fyrir lög og reglugerðir fær skólinn ákveðið svigrúm til að móta sína eigin stefnu samkvæmt þeim hugmyndum sem starfsfólk hans hefur um hvaða kennsluhættir, verk- og skipulag henti best til að uppfylla þær kröfur sem til skólans eru gerðar. Þessa stefnu er skólum ætlað að birta í skólanámskrá.

Markmið og stefna Grunnskólans á Bakkafirði er meðal annars:662

  • Að nemendum  líði vel
  • Að stuðla að menntun og alhliða þroska nemenda
  • Að efla sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd þeirra.
  • Að þjálfa nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum og samvinnu við aðra
  • Að  auka ábyrgð þeirra á eigin námi.
  • Að nemendur séu glaðir og sáttir.
  • Að stuðla að því að nemendur temji sér ábyrga umgengni,
  • Að nemendur  læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhverfi sínu og samfélagi.
  • Að styrkja og efla samstarf skóla og heimilis.
  • Að efla samstarf við aðra skóla í nágrenninu.

Grunnskólinn á Bakkafirði er fámennur skóli, kennt í þremur deildum. Í starfi skólans ríkir fjölbreytni í vinnubrögðum. Starfsfólki skólans ber að fylgjast vel með rannsóknum, þróunarvinnu og nýjungum í kennslu og uppeldisfræðum og öðru því sem til framfara er við störf í skólanum.

Við leggjum áherslu á að skólinn sé aðlaðandi vinnustaður þar sem nemendum og starfsfólki líður vel í leik og starfi. Í skólastarfinu leggjum við áherslu á að allt starfsfólk vinni saman að velferð nemenda.

Við val á kennsluaðferðum er tekið tillit til aldurs, hvers og eins einstaklings, þroska og námsumhverfis nemenda og stefnt að því að nemendur hafi aðgang að margvíslegum gögnum til þess að gera þeim fært að leita sér upplýsinga upp á eigin spýtur. Börn þroskast mishratt og það ræðst að verulegu leiti af þroska þeirra á hvern hátt þau afla sér reynslu og túlka hana. Mismundandi þroski gerir það að verkum að þeir eru ekki allir reiðubúnir á sama tíma til að glíma við sömu verkefni.

Sjálfstæð hugsun nemenda mótast ekki síst af fjölbreytni í námi og reynslu sem þeir öðlast í samvinnu við aðra.  Áhersla er lögð á jafnan rétt til að hafa skoðanir og að nemendur taki tillit til viðhorfa hvers annars og beri virðingu hver fyrir öðrum.  Litið er á nemendur sem sjálfstæða einstaklinga, sem hafa ákveðin réttindi og skyldur við sjálfa sig og aðra og þeim er sýnt traust.

Nemendur eiga að vera virkir, sjálfstæðir og ábyrgir í námi og þeir eru smám saman vandir á að skipuleggja störf sín og standa skil á verkefnum á tilsettum tíma. Stefnt er að því að þeir geti sjálfir aflað sér upplýsinga sem þarf til  að leysa verkefni sín. Lögð er rík áhersla á sjálfstæð vinnubrögð þar sem áhersla er einkum lögð á áhugavekjandi, margbreytileg og áþreifanleg viðfangsefni við hæfi hvers og eins.

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>