Saga skólans

20140909_070843

Saga skólans

Saga Grunnskólans á Bakkafirði

 

Skipulögð barnakennsla mun hafa verið í sveitinni frá því nokkru fyrir aldamótin 1900.  Farkennsla var til 1950 en þá var komið upp heimavistarskóla á Skeggjastöðum, í húsnæði sóknarprestsins Sigmars Inga Torfasonar.  Eiginkona Sigmars, Guðríður Guðmundsdóttir, annaðist kennsluna að mestu.  Heimavistin var lögð niður 1968, en hjónin ráku grunnskóla á Skeggjastöðum allt þar til byrjað var að kenna í nýju skólahúsnæði árið 1985.

 

Það húsnæði var þó ekki fullklárað fyrr en 1987 og er svokallað fjölnota hús.  Það hýsti, auk grunnskólans, leikskóla, hreppskrifstofu, heilsugæslu og íþróttasal og gegnir hlutverki félagsheimilis íbúanna.    En síðustu ár hafa orðið miklar breytingar.  Heilsugæsla er ekki lengur starfandi, hreppskrifstofan var lögð niður 2011 og leikskólinn sömuleiðis. Í húsnæðinu er nú eingöngu grunnskóli, skrifstofa og fjölnota rími.

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>