Vinnustofur 1 – Haustið 2012

Fyrstu vinnustofurnar höfðu yfirskriftina eldgos og jarðskjálftar.  Nemendur fengu afhent blað með markmiðum þessa verkefnis.  Nemendur þurftu líka að fylla út t.d KVL blöð, blað þar sem þeir tóku fram hvernig þeir myndu kynna verkefnið sitt. Ítrekað var við nemendur að þeir hefðu algjörlega frjálst val með skil á verkefninu. Fjölbreytnin var mikil. Nokkrir nemendur gerðu handrit að leikriti og settu upp leikrit um jarðfræðinga sem lentu í vandræðum á Heklu. Nemendur sáu alfarið um búninga og leikmuni. Nokkrir skiluðu power point kynningu og aðrir skiluðu veggspjöldum og teikningum.  Einn nemandi gerði líkan að eldfjalli og útbjó það þannig að möguleiki væri að láta eldfjallið gjósa.

Hér sjáum við brot af verkefnum nemeda

This slideshow requires JavaScript.

 

Nemendur kynntu svo verkefni sín fyrir foreldrum og öðrum gestum.  Kynningin tókst vel og voru flestir ánægðir með þessa breytingu.

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>