Einkunnarorð skólans

Einkunnarorð skólans

eru orð skáldsins okkar hans Kristjáns frá Djúpalæk

Fegurð – gleði – friður

 Fegurð

 • Við leggjum áherslu á að nemendur sjá fegurðina í hlutunum
 • Við viljum að nemendur gangi vel um og fegri jafnframt skóla sinn og samfélagið
 • Við leggjum áherslu á að nemendur fái að blómstra hver með sínu sniði.  Að fegurð hverrar manneskju fái að njóta sín.
 • Við leggjum áherslu á að njóta fegurðar náttúrunnar  í kringum okkur

Gleði

 • Við leggjum áherslu á að læra í gegnum leik og gleði
 • Við eflum starfsgleði nemenda með því að nota fjölbreyttar náms- og kennsluaðferðir
 • Við höfum fasta viðburðardaga þar sem nemendur fá að njóta sín í gleði og leik
 • Við leggjum áherslu á leiklist þar sem gleði og sköpun nemenda fær að njóta sín
 • Við leggjum áherslu á að nemendur takist á við verkefni sem veita þeim gleði og ánægju

Friður

 • Við leggjum áherslur á að þjálfa hæfni nemenda til samstarfs við aðra
 • Við leiðbeinum nemendum við að sýna umburðarlyndi og víðsýni
 • Við leggjum áherslu á að vinnufriður ríki
 • Við leggjum áherslu á friðsælt og notalegt umhverfi þar sem hver fær að njóta sín
 • Við leggjum áherslu á að nemendur geri sér grein fyrir því hve friður er mikilvægur

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>