Sérstakir dagar

003 (2)

Sérstakir dagar

Fastir liðir og hefðir  í félagslífi nemenda

Dagur íslenskrar tungu:

Dagur íslenskrar tungu er haldinn 16. nóvember ár hvert.  Síðla árs 1995 samþykkti ríkisstjórnin tillögu menntamálaráðherra um að 16. nóvember ár hvert, fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, verði dagur íslenskrar tungu.  Í tengslum við daginn æfa nemendur ljóð og vinna með ljóð á margvíslegan máta.  Dagurinn endar svo á því að foreldrum er boðið í heimsókn.  Nemendur flytja valin ljóð.

Piparkökur:

Í kringum 1. desember hittast foreldrar og börn í skólanum og skreyta piparkökur

Jólatónleikar tónlistarskólans

Nemendur tónlistarskólans halda tónleika fyrir foreldra og aðra gesti

Litlu jólin:

Nemendur fóru fram á það að litlu jólunum yrði breytt og þau haldin að kvöldi í stað þess að halda þau að morgni.  Nemendur og kennarar hittast klukkan 18.00 og halda stofujól.  Nemendur skiptast á kortum og hlusta á jólasögu.  Hinn árlegi pakkaleikur er alltaf á sínum stað.   Foreldrar sjá um kvöldmatinn og að loknum stofujólum hittast allir í salnum og borða góðan mat og fara í leiki.

Þorrablót nemenda:

Nemendur og kennarar halda sitt þorrablót á bóndadaginn.   Þorrablótið er haldið í hádeginu og að því búnu fara nemendur heim.   Nemendur hittast svo aftur um kvöldið og gista í skólanum.  Þar er farið í leiki og horft á mynd.

Öskudagshátíð:

Nemendur mæta í skólann klukkan 8:30.  Foreldrar mega gjarnan koma með.  Við hvetjum nemendur til að mæta með búninga sem þeir eiga en ætla ekki að nota.  Þannig getum við aðstoðað þá sem ekki eiga búninga.  Við hjálpumst að við að mála okkur og gera okkur tilbúin fyrir daginn.  Eftir matinn er skóla lokið.  Nemendur leggja af stað frá skólanum um klukkan 13:00 og ganga saman í hús.   Eftir það heldur foreldrafélagið ball þar sem kötturinn er sleginn úr tunnunni.

Árshátíð:

Árlega setja nemendur upp eitt stórt leikrit.  Lögð er áhersla á að allir nemendur skólans komi fram.  Mikil vinna er í kringum leiksýninguna.  Nemendur hanna og gera sviðsmynd.  Aðstoða við að finna til búninga og  læra utan af stór hlutverk.

Síðustu ár hafa nemendur sýnt leikrit á borð við Skilaboðaskjóðuna, Kardemommubæinn, Dýrin í Hálsaskógi og Mjallhvíti.

Hafnardagar í maí

Hafnardagar eru nokkurs konar þemadagar á vordögum.  Fuglaskoðun , blómaskoðun,sveitaferðir og verkefni tengd náttúrunni eru verkefni sem unnið er með.  Við reynum líka að fegra umhverfið við skólann.

Vorferðir yngri nemenda

Nemendur 1.-3. bekkjar eru ekki í nemendafélaginu.  Þeir fara því í styttri ferðir að vori.  Sveitaferðir, fjöruferðir og fjallaferðir eru ferðir sem oftast verða fyrir valinu.  Óskað er eftir aðstoð foreldra í þessum ferðum.

Vorferð eldri nemenda

Farið er í 3-5 daga ferð að vori.  Ferðin ræðst svolítið af því hversu miklu nemendur ná að safna yfir veturinn.  Síðust ár hafa ferðirnar verið misstórar.

Við höfum farið í Skagafjörðinn þar sem farið var í rafting, klettaklifur og gengið á Drangey.   Skoðað Austfirði, þar sem Steinasafn Petru var heimsótt, farið í Helgustaðarnámur og Náttúrugripasafnið á Neskaupstað var skoðað.  Farið á Melrakkasléttu og Húsavík.  Á Húsavík fórum við í hvalaskoðun og skoðuðum náttúrugripasafnið.   Vorið 2012 voru Suðurnesin heimsótt.  Við fórum í klifur, hellaskoðun, buggybíla og Bláa lónið, Orkuverði jörð og laser tag.

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>