Skólabílar

Skólabílar

Skólabílstjóranir eru tveir Hafliði Jónsson og Unnsteinn B. Árnason. Allar almennar skólareglur gilda líka um skólabílana. Daglegur skólaakstur er í samræmi við samninga um skólaakstur sem í gildi eru hverju sinni.

Reglur:

• Við sitjum kyrr í sætunum og notum öryggisbelti á meðan skólabíllinn er á ferð
• Við mætum stundvíslega í skólabílinn
• Við borðum ekki eða drekkum í skólabílnum
• Leyfi þarf hjá bílstjóra ef taka á aðra nemendur með en þá sem eiga að vera í skólabílnum. Einnig þarf að láta bílstjóra vita ef nemendi fer ekki með bílnum
• Nemendur skulu gæta þes að ganga ekki að skólabíl fyrr en hann hefur verið stöðvaður
• Stríðni og einelti er aldrei liðið í bílnum.