Forföll og leyfi

Veikindi nemenda ber að tilkynna í síma 473-1618 eða gsm: 8577400.

Foreldrum er bent á að hringja á milli 8.00-8.30 að morgni. Þá eru kennarar við síma.

• Ekki er nóg að systkini tilkynni veikindi.
• Ekki er nóg að senda skilaboð með öðrum nemendum eða senda skilaboð í sms.
• Ekki er heldur tekið á móti skilaboðum á facebook.

En sæki forráðamaður um leyfi fyrir nemendur til nokkurra daga skal sækja um það með nokkurra daga fyrirvara. Ef leyfið er langt er æskilegt að nemandi taki með sér námsbækur og vinni í þeim.

Íþróttir og sund

Ef nemandi getur ekki mætt í sund eiga foreldrar að senda barnið með miða sem þau afhenda svo íþróttakennara. Íþróttakennari óskar eftir því að þeir nemendur sem ekki taki þátt í íþróttum og sundi horfi ekki á.

Skólabílar leggja af stað frá Grunnskólanum á Bakkafirði kl. 7.30 á þriðjudögum.

IMG_1463