Skólareglur

Hver skóli setur sér skólareglur sem eiga að einkenna og halda utan um skólalífið. Nemandi sem ekki fer eftir skólareglum fær áminningu. Þegar frekari aðgerða er þörf vinna heimili og skóli að málinu í sameiningu. Skólastjóri, kennarar, nemendur og forráðamenn þeirra skulu í sameiningu kosta kapps um að starfsandi í skólanum sé sem bestur.

• Við leggjum áherslu á að vera kurteis og tillitsöm hvert við annað.
• Við leggjum áherslu á stundvísi.
• Við göngum vel um skólann okkar og gögnin okkar
• Við höfum vinnufrið
• Við erum góðar fyrirmyndir fyrir aðra nemendur
• Við höfum símana í körfu hjá kennara
• Við virðum það þegar kennari fer fram á að ipot/ipad sé ekki í notkun
• Við notum tölvurnar sem vinnutæki ekki leiktæki
• Við förum ekki út fyrir skólasvæðið nema með leyfi.
• Við borðum hollt nesti
• Við geymum úlpur og húfur í forstofu
• Við förum eftir fyrirmælum starfsfólks skóla meðan við erum í skólanum.
• Við borðum þann mat sem við setjum á diskinn okkar

img_6554-001


Viðurlög við brotum á skólareglum

Brjóti nemandi skólareglur er ávallt leitast við að leysa málin á stað og stund með viðræðum þar sem allir aðilar fá tækifæri til að skýra mál sitt og reyna að komast að samkomulagi.
Tekið verður mismunandi á agabrotum allt eftir því hvort um endurtekið brot eða einstakt brot er að ræða. Skólastjóri metur alvarleika brotsins.
Verði ágreiningur milli foreldra og skólans varðandi málefni nemanda og ekki næst samkomulag getur hvor aðili um sig vísað málinu til fræðslunefndar og síðan Menntamálaráðuneytis til úrskurðar.