Hagnýtar upplýsingar

Opnun skólans

Skólinn opnar kl. 7.55 á hverjum morgni. Allt starfsfólk er mætt til vinnu klukkan 8.00. Kennsla hefst formlega kl. 8.30. Nemendum er þó frjálst að mæta kl. 8.00 og fara þeir þá í sínar kennslustofur.

Mötuneyti og nesti

Nemendum leik- og grunnskólans á Bakkafirði stendur til boða að vera í mötuneytinu. Í mötuneytinu er framreiddur morgunmatur, hádegismatur og nónhressing fyrir nemendur leikskólans Krakkakots og hádegismatur fyrir nemendur skólans. Nemendum Grunnskólans stendur til boða að vera í mat mánudaga-fimmtudaga, en nemendum leikskólans alla daga. Nemendur unglingadeildar borða í mötuneyti Grunnskólans á Þórshöfn á þriðjudögum.
Í mötuneytinu starfar einn starfsmaður, Freydís Sjöfn Magnúsdóttir. Hún er að hluta til skólaliði. Kennarar og skólastjóri borða með nemendum í hádeginu. Við viljum skapa notalegt og heimilislegt andrúmsloft í matartímanum. Þetta er góður vettvangur til þess að spjalla við nemendur.

Starfsmaður mötuneytisins hefur að leiðarljósi ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um mataræði og fylgir leiðbeiningum í Handbók fyrir skólamötuneyti sem gefin er út af Lýðheilsustöð.
Áhersla er lögð á að maturinn sé settur saman úr fyrsta flokks hráefni og reynt er að forðast að bjóða upp á mikið unninn mat. Lögð er áhersla á að matur sé ferskur og næringarríkur.
Nemendur eru hvattir til að smakka þann mat sem í boði er. Við hendum ekki mat og þess vegna er sú regla hjá okkur að við klárum þann mat sem við setjum á diskinn. Nemendur skola sjálfir af diskum sínum og setja í uppþvottavélina. Við leggjum áherslu á að þakka fyrir matinn.

Verð per máltíð er: 515 krónur.

12436197_10153288801762217_1565272952_o

Forföll og leyfi

Veikindi nemenda ber að tilkynna í síma 473-1618 eða gsm: 8577400.
Foreldrum er bent á að hringja á milli 8.00-8.30 að morgni. Þá eru kennarar alltaf við síma.
• Ekki er nóg að systkini tilkynni veikindi.
• Ekki er nóg að senda skilaboð með öðrum nemendum eða senda skilaboð í sms.
• Ekki er heldur tekið á móti skilaboðum á facebook.

En sæki forráðamaður um leyfi fyrir nemendur til nokkurra daga skal sækja um það með nokkurra daga fyrirvara. Ef leyfið er langt er æskilegt að nemandi taki með sér námsbækur og vinni í þeim.
Ef nemandi getur ekki mætt í sund eiga foreldrar að senda barnið með miða sem þau afhenda svo íþróttakennara. Íþróttakennari óskar eftir því að þeir nemendur sem ekki taki þátt í íþróttum og sundi horfi ekki á. Því er æskilegt að ef nemendur 3.-7. bekkjar geta ekki tekið þátt í íþróttum og sundi fari þeir ekki með skólabílnum til Þórshafnar, heldur mæti í skólann þegar íþróttum og sundi er lokið. Skólabíllinn leggur af stað frá Þórshöfn kl. 9.50. Þeir nemendur sem búa í þorpinu mæta þá í skólann kl. 10.30, en foreldrum nemenda í sveitinni er bent á að heyra í skólabílstjórum til þess að fá þá til að koma við í bakaleiðinni.
Skólabílar leggja af stað frá Grunnskólanum á Bakkafirði kl. 7.40 á þriðjudögum.

IMG_1463

Skólabílar

Skólabílstjóranir eru tveir Hafliði Jónsson og Unnsteinn B. Árnason. Allar almennar skólareglur gilda líka um skólabílana. Daglegur skólaakstur er í samræmi við samninga um skólaakstur sem í gildi eru hverju sinni.
Reglur:
• Við sitjum kyrr í sætunum og notum öryggisbelti á meðan skólabíllinn er á ferð
• Við mætum stundvíslega í skólabílinn
• Við borðum ekki eða drekkum í skólabílnum
• Leyfi þarf hjá bílstjóra ef taka á aðra nemendur með en þá sem eiga að vera í skólabílnum. Einnig þarf að láta bílstjóra vita ef nemenda fer ekki með bílnum
• Nemendur skulu gæta þes að ganga ekki að skólabíl fyrr en hann hefur verið stöðvaður
• Stríðni og einelti er aldrei liðið í bílnum.