Um skólann

Grunnskólinn á Bakkafirði er heildstæður leik- og grunnskóli. Nemendafjöldi veturinn 2016-2017 er 7 nemendur í grunnskóla og 3 nemendur í leikskóla. Grunnskólinn er fyrir nemendur 1.-10. bekkjar og leikskólinn fyrir nemendur frá 1. árs aldri. Grunnskólinn er deildarskiptur, miðstig og unglingastig. Töluvert er samt um samkennslu og blöndun á milli stiga. Skólinn er einsetinn og hefst skólastarf klukkan 8:30 flesta daga – en húsið opnar klukkan 7.55. Nemendur mega fara inn í sínar kennslustofur og hefja vinnu. Þeir mega líka leggjast í púðahorn með bók.

Grunnskólinn er við Skólagötu 5, sími 4731618 og gsm sími skólans er 8577400.

Vorið 2012 samþykkti sveitarstjórn Langanesbyggðar að skólahverfi Grunnskólans á Bakkafirði væri gamli Skeggjastaðahreppur. Haustið 2014 samþykkti sveitastjórn að opna aftur leikskóla á Bakkafirði. Leikskólinn tók til starfa sem deild innan grunnskólans 1. febrúar 2015.

11653305_934616323247478_517594128_n