Starfsáætlun

Samkvæmt 29. gr. Grunnskólalaga ber hverjum skóla að gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð þeirra og semur þær í samráði við starfsfólk. Skólanámskráin er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla. Skólanámskráin hefur að geyma upplýsingar um starfshætti, gæði skólastarfsins og mat á árangri.
Starfsáætlun skólans er upplýsingarit um skólann. Í henni er gerð grein fyrir starfstíma skólans, helstu verkefnum skólaársins og mikilvægum dagsetningum. Þar kemur einnig fram hvernig þeim 180 kennsludögum sem skólinn hefur á skóladagatali er varið. Þar er einnig að finna upplýsingar um fyrirkomulag kennslu, markmið með skólastarfinu og hagnýtar upplýsingar svo og venjur og siði í skólanum. Þar eru birtar upplýsingar um starfsfólk skólans, stjórnkerfi, stoðþjónustu og almennar upplýsingar. Starfsáætlun skólans er lögð fyrir fræðslunefnd til staðfestingar og samþykktar.

12449263_10153288802272217_763416179_o