Vinnustofur 1 – Haustið 2014

Fyrstu vinnustofur haustsins var Vatnajökull. Enda var mikið fjallað um Vatnajökul og gos undir jökli í fréttunum á þessum tíma, vegna jarðskjálftahrina sem voru í Bárðabungu. Nemendur fengu afhent blað með markmiðum þessa verkefnis.  Nemendur þurftu líka að fylla út t.d KVL blöð, blað þar sem þeir tóku fram hvernig þeir myndu kynna verkefnið sitt. Ítrekað var við nemendur að þeir hefðu algjörlega frjálst val með skil á verkefninu. Nemendur í 5. bekk voru að taka þátt í sínu fyrstu Vinnustofum og þessvegna völdum við kennarar að hafa nemendur í hópum. Eldri nemandi með yngri nemanda til að koma þeim sem ekki hafa áður verið í Vinnustofum á stað. Einnig til að sýna þeim hvernig eldri nemendur vinna verkefni sín. Mikil fjölbreytni var í verkefnum. Nemendur sviðsettu gos undir jökli, með því að búa sér til „jökul“ og gerðu síðan gos með því að kveikja í saltpétri og sykri. Þessir nemendur tóku það upp á myndband og sýndu á skilum. Allir nemendur gerðu veggspjald af Vatnajökli og merktu inn helstu gosstöðvar. Sumir nemendur gerðu líkan af Vatnajökli aðrir gerðu þversnið af jökli með gosstöð undir jöklinum og einn hópurinn gerði líkan af Jökulsárlóni. Nemendur kynntu flest verkefnin með Power point kynningu en sumir hópar stóðu við veggspjöldin sín og kynntu þau þannig.

Hér fyrir neðan sjáum við nokkrar myndir af verkefnum nemenda.