Vinnustofur 8

10393834_707428105966302_3541330553175910029_n

Leiksýningin Gilitrutt eftir Leikhópinn Lottu var síðasta vinnustofan þennan vetur. Nemendur sýndu leikritið í fullri lengd. Sú venja er að síðustu vikurnar að vori fari í að æfa leikrit. Mikil áhersla er lögð á leik og söng í skólanum. Nemendur unglingastigs sjá venjulega um stærstu hlutverkin. Nemendur hanna sviðsmynd, búninga og æfa textana sína. Mikið nám fer fram á þessum dögum. Tjáning, sköpun og söngur eru aðal þættirnir. Það er stórkostlegt að sjá nemendur standa á sviði og fara með rullur sínar án nokkurs hiks. Nemendur læra að leika að innlifun og syngja og dansa á sviði, sem krefst hugrekkis.