Vinnustofur 1 – Haustið 2013

stóru dýrin

Nemendur unnu einstaklingsverkefni, einu fyrirmælin voru að dýrið þyrfti að vera stórt. Ákveðið var í samráði við nemendur að hafa ekki útdauð dýr með í þessu verkefni.   Nemendur völdu sér ólík dýr.  Dýrin sem voru valin voru ljón, strútur, steypireyður, fíll, tígur,

Nemendur þurftu að vita hvaða flokki dýrið tilheyrði, hvaða fylkingu það tilheyrði og þekkja ættbálk þess. Einnig skoðuðu nemendur ættir og ættkvíslar dýranna.

Í verkefninu þeirra þurfti að koma fram útlitsleg einkenni dýrsins og lífsvenjur þess. Nemendur þurftu að vera færir um að segja frá heimkynnum dýrisins og þekkja til fæðu og fæðuöflunar þess. Félagsleg samskipti, uppeldi og afkvæmi dýrsins var einn þáttur sem nemendur kynntu sér.

Flestir nemendur fóru þá leið að teikna stóra mynd af dýrinu á karton og klippa það út. Í kringum dýrin voru svo límdar upplýsingarblöðrur. Nemendur kynntu dýrið sitt svo á vinnustofuskilum, flestir með power point kynningu en nokkrir fóru þá leið að styðjast eingöngu við veggspjaldið sitt (myndina af dýrinu)

 

This slideshow requires JavaScript.