Vinnustofa 5 – Vorið 2013

Galdrar og Galdrastafir

Þessari vinnustofu stýrðu kennarar alveg. Þetta voru einstaklingsverkefni.  Nemendur lærðu um galdra á Íslandi, galdrastafi, jurtir sem notaðar voru í galdra. Einnig gerðu nemendur verkefni um Galdra-Loft.

 

Galdrastafir: Nemendur teiknuðu stafi og skrifuðu upplýsingar á A5 blöð. Síðan voru blöðin lögð í te í tvo daga og síðan þurrkuð. Eftir það var kveikt í brúnunum til að þau sýndust forn. Hver nemandi bjó til eina bók með galdrastöfum.

Galdra – Loftur: Hlustað var á söguna um Galdra-Loft. Sögunni var síðan skipt í kafla og hver nemandi fékk einn hluta úr sögunni og átti að teikna mynd.

Veggspjald: Hver nemandi bjó til veggspjald með upplýsingum um galdrafárið sem hann skreytti.

Galdra-jurtir: Nemendur á unglingastigi gerðu bækurum jurtir.

Hér að neðan eru myndir af verkefnum

This slideshow requires JavaScript.