Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í félagsheimilinu á Raufarhöfn 23. mars, það var virkilega gaman að mæta aftur til Raufarhafnar. Þórey Lára Halldórsdóttir tók þátt í keppninni fyrir okkar hönd og hreppti hún 3. sætið. Við erum stolt af okkar stúlku. Þórey Lára lék einnig lagið Liljuna á flygilinn fyrir gesti.

Kvenfélag Raufarhafnar bauð upp á glæsilegar veitingar í hléinu.

Alls voru níu þátttakendur í keppninni. Keppendur voru úr Öxarfjarðarskóla, Grunnskólanum á Raufarhöfn, Grunnskólanum á Þórshöfn og Grunnskólanum á Bakkafirði.
Nemendur fluttu bæði texta og ljóð.

Í fyrstu umferð var lesinn partur úr sögunni Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnússon og í annarri umferð ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur. Að lokum lásu nemendur ljóð að eigin vali. Þórey Lára las ljóð eftir langafa sinn Stefán Benediktsson.

Í fyrsta sæti var Nikola María Halldórsdóttir, Grunnskóla Raufarhafnar
Í öðru sæti var Dagbjört Nótt Jónsdóttir, Öxarfjarðarskóla
Í þriðja sæti var Þórey Lára Halldórsdóttir, Grunnskólanum á Bakkafirði.
Sérstök verðlaun fyrir túlkun á ljóðinu Hvítabjörninn fékk Ásdís Einarsdóttir, Öxarfjarðarskóla.