Dagur íslenskrar tungu

Dagurinn 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í grunnskólanum. Við buðum foreldrum og öðrum gestum í heimsókn. Nemendur hafa unnið með verk Halldórs Laxness í haust og lásu ljóð eftir hann. Þórey Lára spilaði Maístjörnuna á þverflautu.

Nemendur kynntu vinnnustofur 1 og 2. Fyrstu vinnustofur vetrarins voru um Grikkland hið forna. Þar komu mörg skemmtileg verkefni fram. Seinni vinnustofur voru frjálsar og voru það einstaklingsverkefni. Nemendur unnu verkefni um hreindýr, jörðina, Stalín, Hitler, Gunnólfsvíkurfjall og stjörnufræði. Nemendur enduðu svo á að syngja og spila Mitt faðirvor eftir Kristján frá Djúpalæk. Sem á vel við þar sem einkunnarorð skólans eru Fegurð – Gleði – Friður.