Skólaheimsóknir 10. bekkjar

Nemendur 10.bekkjar á Bakkafirði og nemendur 9.-10.bekkjar á Þórshöfn fóru í ferðalag 10.-11. október ásamt kennurum sínum. Byrjað var á því að heimsækja Framhaldsskólann á Húsavík þar var boðið upp á alls konar hollustu. Þaðan lá leiðin í Framhaldsskólann á Laugum. Það er alltaf jafn gott að koma í Laugar. Nemendur sýndu okkur skólann og vistina. Um kvöldið fórum við til Akureyrar í bíó og gistum svo í Kjarnaskógi. Morguninn eftir byrjuðum við á að skoða heimavist MA og VMA og fengum kynningu á Menntaskólanum á Akureyri. Eftir pizzahlaðborð á Greifanum lá leiðin í Verkmenntaskólann á Akureyri. Nemendur fengu að skoða skólann og búið var að setja upp kynningar á brautunum sem voru í boði. Nemendur tóku svo þátt í skemmtilegum leik. Eftir stutt stopp á Glerártorgi var haldið heim. Langanesbyggð getur verið ánægð með flottu unglingana sína því þeir voru til fyrirmyndar í þessari ferð.