Grikkland hið forna

Nemendur vinna þessa dagana verkefni um Grikkland hið forna. Það er alltaf jafn gaman að sjá nemendur vinna í vinnustofum. Nemendur fara ólíkar leiðir og vita hvað þeir vilja gera. Hérna eru grísk leikhús, grískt letur, tákn og myndir, saga grískrar menningar, grísk leirker (blómapottar), gluggamyndir, orðabækur, grískir guðir og grísk hof. Nemendur velja það að vinna heima ef þeir telja að þess þurfi. Það er skemmtilegt að á meðan umræðan um heimanám og neikvæða þætti þess, læra nemendur heima án þess að vera sett fyrir. Allt af eigin áhugahvöt og metnaði.