Dagur íslenskrar náttúru

Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Við fórum svolítið aðrar leiðir en venja er á þessum degi. Jónborg Sigurðardóttir – Jonna listakona kom til okkar á fimmtudaginn og var með okkur bæði fimmtudag og föstudag. Sýning hennar Völundarhús plastins – á ferð, er komið til Bakkafjarðar. Nemendur unnu listaverk úr plasti (rusli) og tókst það virkilega vel. Jonna fræddi nemendur um skaðsemi plastins og ræddi við nemendur um það hvernig mögulegt væri að draga úr plastnotkun. Nemendur voru áhugasamir og duglegir og verkefni þeirra var að skapa fugla. Jonna sagði þeim frá því að oft finnast fuglar sem hafa dáið úr næringarskorti vegna þess að magi þeirra er fullur af plasti.

Jonna hefur sett upp sýningu í sal Grunnskólans á Bakkafirði sem gestum og gangandi gefst færi á að skoða. Bæði er að finna verk Jonnu sem og verkefni nemenda. Við viljum hvetja allt til þess að mæta. Sýningin er opin laugardaginn 17. september frá kl. 13.00-17.00.