„Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti.“

Þessa dagana eru nemendur að vinna verkefni um Halldór Laxness í íslensku. Líf og ævi Halldórs, kvikmyndirnar, ljóðin, Nóbelsverðlaunin og smásögurnar eiga hug okkar allan. Við skoðum stafsetningu Halldórs og könnum það hvaða reglur það voru sem hann ,,kunni“ ekki. Við horfðum á myndina Ungfrúin góða og húsið og lásum bókina. Við skoðum sögurnar sem spunnust í kringum Nóbelsverðlaunin, kynnum okkur það hvers vegna Kiljan nafnið fylgdi honum ekki alltaf. Skoðum gamlar fréttir og hlustum á viðtöl við Halldór t.d. á Ísmús. Skoðum valdar tilvitnanir í skáldverk Halldórs Laxness og þær eru margar svolítið sérstakar.

,,Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn. (Brekkukotsannáll, 1957)